Eftir Katla Eiríksdóttir
•
12. ágúst 2024
„Alvarlegasta birtingarmyndin fyrir hagstjórn Íslands væri að ESA myndi stöðva útflutning matvæla innan svæðsins, þar á meðal á sjávarafurðum. Gríðarlegir hagsmunir eru undir.” Þetta mælti Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir meðal annars í Hofi við opnun vefsíðu Líforkuvers ehf. Um 40 manns voru samankomin í Hofi á þann 6. ágúst þegar vefur Líforkuvers ehf. var formlega kynntur. Heimir Örn Árnason opnaði fundinn með örlítilli innsýn inn í störf stjórnar Líforkuvers ehf, áður en hann kynnti Kristínu Helgu Schiöth, framkvæmdarstjóra Líforkuvers ehf á svið. Kristín Helga fór yfir hvar verkefnið er statt og undirstrikaði hversu stór varða það væri að nú væri vefsíðan opin. Unnið hefur verið gríðarlega gott starf síðustu mánuði við að svara þeim spurningum sem upp hafa komið varðandi líforkuverið, en enn er þó nokkrum spurningum ósvarað. Mikil vinna væri því framundan en teymið sem stendur að baki verkefninu og ráðgjafar þeirra væru spennt að takast á við þessa áskorun. Að lokum brauð Kristín Helga Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra að koma upp og segja nokkur orð. Bjarkey byrjaði á að óska hluteigendum og öllum viðstöddum til hamingju með þann áfanga sem unninn er. Matvælaráðherra fór vel yfir ástæðu þess hvers vegna uppbygging líforkuvers er gríðarlega mikilvæg fyrir Ísland, þar má helst nefna hættuna við að fara ekki eftir lögum og reglum EES löggjafar og setja útflutning landsins í hættu, svo ekki sé minnst á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Bjarkey lauk sínu erindi á þessum nótum “ Í dag erum við stolt af því að koma að þessum áfanga og ég vil þakka öllum þeim sem hafa komið að þessu mikilvæga verkefni. Saman munum við halda áfram að vinna að því að tryggja hreint og öruggt umhverfi fyrir komandi kynslóðir.” Við viljum þakka öllum þeim sem mættu á fundinn og við hlökkum til áframhaldandi samtals um verkefnið.