Um okkur

Verkefnið um líforkuver á sér langa sögu, en hugmyndir um líforkuver í Eyjafirði hafa verið uppi í um áratug. Hugmynda- og undirbúningsvinna við verkefnið átti sér upphaflega stað innan Vistorku og fluttist síðar undir Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem áhersluverkefni.


Unnið var frumhagkvæmnimat fyrir uppbyggingu Líforkuvers með mótframlagi frá Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins sem var kynnt fyrir sveitastjórnum svæðisins í lok árs 2022. Þróunarfélagið Líforkuver ehf. var stofnað um verkefnið ári síðar og í stjórn félagsins sitja nú fulltrúar Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytis, SSNE, Hörgársveitar, Akureyrarbæjar og Kjarnafæði/Norðlenska.

Markmið

Markmið félagsins er að stuðla að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði, þar sem áformað er að taka við dýraleifum til vinnslu. Með uppbyggingu líforkuvers verður kröfum um rétta meðhöndlun dýraleifa í efsta áhættuflokki fylgt, þar sem áhersla er lögð á fullnýtingu og framleiðslu orkugjafa.


Líforkuver ehf. starfar í anda hringrásarhagkerfisins. Þörf er á innviðum til að taka við efni sem í dag er urðað, með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Uppbygging Líforkuvers á Dysnesi er mikilvægur liður í því að tryggja heilbrigði manna, dýra og umhverfis. 


Til að byrja með verður unnið úr lífrænu efni úr efsta áhættuflokki, svokölluðu CAT1 efni, sem eru fyrst og fremst dýraleifar og dýrahræ. Vonir standa til að í framtíðinni byggist upp fjölbreytt starfsemi á Dysnesi, þar sem tekið er við öðrum lífrænum straumum til vinnslu. 


Stjórn Líforkuvers ehf.


Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, SSNE

Ágúst Torfi Hauksson, Kjarnafæði/Norðlenska  

Heimir Örn Árnason, Akureyrarbær                      

Jóna Björg Hlöðversdóttir, SSNE   
Jónas Þór Jónasson, Hörgársveit                                                        

Tímalína

Hér að neðan er stiklað á stóru í verkefninu frá ársbyrjun 2023 og til dagsins í dag.

Janúar 2023

Frumhagkvæmni-mat líforkuvers gefið út á vefnum eftir kynningu SSNE. Sjá nánar hér.

Mars 2023

Viljayfirlýsing um stofnun þróunarfélags um verkefnið undirskrifuð af sveitarfélögum innan SSNE

Október 2023

Félagið Líforkuver ehf. stofnað

Sótt um lóð undir líforkuver

Kynnisferð farin til Finnlands og Noregs.

Nóvember 2023

Kynningarfundur fyrir íbúa Hörgársveitar haldinn

Júní 2024

Lóð á Dysnesi úthlutað til Líforkuvers ehf.

Ágúst 2024

Matvælaráðherra opnar vefsíðu Líforkuvers á fundi í Hofi.

Sendu okkur skilaboð

og við höfum samband

Sign up to our newsletter

Share by: